Starfsemi félagsins næstu daga

Kæru vinir, við viljum gjarnan koma á framfæri upplýsingum um starfsemi félagsins sem verður með eftirfarandi hætti næstu daga: 

Opnunartími 

Opið er á skrifstofu félagsins mánudaga - fimmtudaga kl. 10:00 - 16:00. Við biðjum um að gestir geri boð á undan sér og beri grímu við komuna. Sem fyrr óskum við eftir því að þeir sem finna fyrir kvefeinkennum haldi sig heima og endurbóki tímann sinn með því að hafa samband í síma 461-1470. 

Viðtöl hjá Ráðgjafaþjónustunni 

Við hvetjum þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra til þess að nýta sér stuðning og ráðgjöf frá Ráðgjafaþjónustunni. Við tökum nú á móti gestum í viðtal í þjónustumiðstöðinni og bjóðum áfram upp á símaviðtöl eða viðtöl í gegnum fjarfundarbúnað. Til að panta tíma hafið samand í gegnum síma 461-1470 eða katrin@krabb.is 

Eirberg

Við bjóðum konur velkomnar í þjónustu Eirberg með gervibrjóst og ermar til að meðhöndla sogæðabjúg. Starfsmaður er með grímu og hanska á meðan mátun stendur og óskum við eftir því að gestir séu með grímu. Hafið samband í síma 461-1470 til að bóka tíma. 

Óska eftir símtali

Við viljum gjarnan vera í góðu sambandi við fólkið okkar og bjóðum ykkur að panta símtal frá félaginu fyrir létt spjall. Þú fyllir út form þar sem þú setur inn upplýsingar um þig og við sláum á þráðinn. Til að óska eftir símtali getur þú lagt inn beiðni HÉR

Hópastarf 

Enn um sinn verður hlé á hópastarfi. Við látum vita um leið og við sjáum okkur fært um að bjóða ykkur velkomin í fimmtudags- og laugardagshópa. 

Jólamerkimiðar

Dagana 23. nóvember - 7. desember stendur félagið fyrir sölu á jólamerkimiðum og rennur allur ágóði af sölunni til styrktar félaginu. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa jólamerkimiða geta klikkað hér til að PANTA.

Við vonumst til þess að þið eigið góðar stundir framundan og verðið dugleg að leita til okkar, sama hvert erindið er. 
Með bestu kveðju, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis