Á döfinni hjá KAON

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.

Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu, jafningjastuðning í karla- og kvennahópum og ýmsa aðra viðburði.

Eirberg er með aðstöðu á skrifstofunni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.

Skrifstofa Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis er opin frá kl.10:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga.

 

Það er nóg um að vera hjá félaginu á næstunni, kynntu þér dagskránna hér:

31. janúar - Ólafsfjörður og Siglufjörður, starfsmenn frá KAON verða þar, nánar hér. 

3. febrúar - Fjarnámskeið: Að mæta sér með auk­inni sjálfsmildi (5 skipti), nánar hér. 

5. febrúar - Leshópur félagsins hittist, nánar hér.

13. febrúar - Áhrif veikinda á fjölskyldur, fyrirlestur fyrir aðstandendur, nánar hér. 

26. febrúar - Námskeið fyrir einstaklinga sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð, nánar hér.

27. febrúar - Hittingur fyrir Heilbrigðisstarfsfólk, nánar hér.

 

Hópastarf

Skapandi handverk og spjall - konur

Hópurinn hittist annanhvorn fimmtudag kl.13:30 á Kaffihúsinu í Menningarhúsinu Hofi, 2. hæð.

Nánar hér.

 

Stuðningshópur fyrir karla sem greinst hafa með krabbamein

Hópurinn hittist á laugardögum frá kl.13:00-15:00 í húsnæði Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23.

Nánar hér. 

 

Göngum saman

Vikulegar göngur í gönguhóp, félagsskapur og hreyfing er markmið hópsins. Alla Þriðjudaga kl.17:00.

Nánar hér.

 

Allir viðburðir verða auglýstir betur síðar, eins er hægt að sjá alla viðburði í Viðburðardagtalinu hér og hér er hægt að skrá sig á póstlista til að fá allar fréttir sendar.

 

Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar í síma: 461-1470 eða á kaon@krabb.is