Dagskráin í ágúst og lengri opnunartími
Dagskráin í ágúst og lengri opnunartími
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur opnað aftur eftir sumarfrí og starfsemin er komin á fullt.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.
Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu, jafningjastuðning í karla- og kvennahópum og ýmsa aðra viðburði.
Eirberg er með aðstöðu á skrifstofunni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.
Til að panta tíma í viðtal eða Eirbergsþjónustu er hægt að hringja í síma: 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is
Frá og með 8. ágúst lengjum við opnunartímann hjá okkur.
Lengri opnunartími:
Mánudagar - fimmtudagar opið frá kl. 09:00-15:00.
Föstudagar opið frá kl. 09:00-12:00.
Á döfinni í ágúst
7. ágúst kl. 13:00-14:30 - Opið hús
12. ágúst kl. 16:15 - Jafningjastuðningur fyrir karlmenn
13. ágúst kl. 16:20 - Yoga nidra hjá Sjálfsrækt byrjar
15. ágúst kl. 16:00 - Styrkleikarnir á Húsavík
20. og 27. ágúst kl. 13:00-14:30 - Fjarnámskeið: Bjargráð við kvíða
21. ágúst kl. 16:15 - Jafningjastuðningur fyrir konur - Nýr hópur
23. ágúst - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
28. ágúst kl. 17:30 - Pitsuveisla fyrir krakka á Greifanum
Gönguhópurinn Göngum saman gengur alla þriðjudaga kl. 17:00, upplýsingar um göngurnar má finna hér.
Nánari upplýsingar um viðburðina má finna í viðburðardagatali félagsins hér.
Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar s: 461-1470 eða á kaon@krabb.is