Dagskráin í janúar

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.

Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu, jafningjastuðning í karla- og kvennahópum og ýmsa aðra viðburði.

Eirberg er með aðstöðu á skrifstofunni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.

Til að panta tíma í viðtal eða Eirbergsþjónustu er hægt að hringja í síma:  461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is

 

Við vekjum athygli á því að félagið er flutt úr Glerárgötu 34 yfir í Glerárgötu 24, 3. hæð!

 

Dagskráin í janúar

17. janúar kl. 13:00 - Kátir karlar hópur byrjar.

20. janúar kl. 16:30 - Dalvík, samvera.

21. janúar - Viðtöl hjá ráðgjafa á Sauðárkrók.

28. janúar kl. 17:00 - Fyrirlestur um meðhöndlun einkenna tíðarhvarfa eftir brjóstakrabbameinsmeðferð með Orra Ingþórsson, yfirlækni fæðinga- og kvensjúkdómalækninga.

31. janúar kl. 13:00 - Perlað af Krafti í MA.

 

Yoga nidra, ný tímasetning, alla þriðjudaga kl. 13:10 - Skráning nauðsynleg.

Gönguhópurinn Göngum saman gengur alla þriðjudaga kl. 17:00, upplýsingar um göngurnar má finna hér.

 

Hópastarf

Jafningjastuðningur fyrir karlmenn. Hittingur fyrir karlmenn sem eru með krabbamein eða hafa nýlega lokið meðferð. Hópurinn mun hittast í 8 skipti, annan hvern þriðjudag kl. 16:15. Fyrsti hittingur er þriðjudaginn 13. janúar. Umsjónaraðilar: Snæbjörn Ómar Guðjónsson sérfræðingur í geðhjúkrun og Marta Kristín KAON.

Nýr hópur: Jafningjastuðningur fyrir konur. Hittingur fyrir konur sem eru með krabbamein eða hafa nýlega lokið meðferð. Hópurinn mun hittast í 7 skipti, annan hvern fimmtudag kl. 13:30. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 29. janúar. Umsjónaraðilar: Hulda Sædís hjúkrunarfræðingur PhD. og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins og Marta Kristín KAON.

Jafningjastuðningur fyrir konur - framhald. Hittingur fyrir konur sem eru með krabbamein eða hafa nýlega lokið meðferð.Hópurinn hittistannan hvern fimmtudag kl. 13:30. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 22. janúar. Umsjónaraðilar: Hulda Sædís hjúkrunarfræðingur PhD. og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins og Marta Kristín KAON.

Skapandi handverk og spjall. Hópurinn hittist annan hvorn fimmtudag kl.13:30 á Majó í Menningarhúsinu Hofi, 2. hæð. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 15. janúar. Konurnar koma gjarnan með handverk en margar mæta einfaldlega til þess að njóta félagsskaparins og kaffisopans. Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýir félagar velkomnir! Kaffi og spjall í góðum félagsskap.

Kátir karlar. Stuðningshópur fyrir karla sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist á laugardögum frá kl.13:00-15:00 í húsnæði Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23. Fyrsti hittingur er laugardaginn 17. janúar. Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta. Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýir félagar velkomnir! Kaffi og spjall í góðum félagsskap.

*Birt með fyrirvara um breytingar. 

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna í viðburðardagatali félagsins hér.

Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar s: 461-1470 eða á kaon@krabb.is