Dagskráin í september

Dagskráin í september

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.

Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu, jafningjastuðning í karla- og kvennahópum og ýmsa aðra viðburði.

Eirberg er með aðstöðu á skrifstofunni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.

Til að panta tíma í viðtal eða Eirbergsþjónustu er hægt að hringja í síma:  461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is

 

Dagskráin í september

2. september kl. 13:00-14:30 - Opið hús

2. september kl. 17:00-18:30 - Erindi á Amtsbókasafninu með Sjálfsrækt

5-6. september - BRCA ráðstefna í Reykjavík

10. september kl. 19:00-20:00 - Yoga nidra tími hjá Sjálfsrækt fyrir heilbrigðisstarfsfólk

11. september kl. 13:30 - Skapandi handverk og spjall hópur byrjar

15. september kl. 12:00-13:00 - Yoga nidra tími hjá Sjálfsrækt fyrir heilbrigðisstarfsfólk

17. september kl. 10:00-23:30 - Frítt í Skógarböðin

20. september kl. 13:00 - Kátir karlar byrjar

22. september kl. 10:00-12:00 - Kynning á félaginu á Dalvík

 

Yoga nidra er alla miðvikudaga kl. 16:20 - Skráning nauðsynleg

Gönguhópurinn Göngum saman gengur alla þriðjudaga kl. 17:00, upplýsingar um göngurnar má finna hér.

 

Hópastarf heldur áfram

 

Nýr hópur: Jafningjastuðningur fyrir karlmenn. Hittingur fyrir karlmenn sem eru með krabbamein eða hafa nýlega lokið meðferð. Hópurinn mun hittast í 10 skipti, annan hvern þriðjudag kl. 16.15. Umsjónaraðilar: Snæbjörn Ómar Guðjónsson sérfræðingur í geðhjúkrun og Marta Kristín KAON.

 

Nýr hópur: Jafningjastuðningur fyrir konur. Hittingur fyrir konur sem eru með krabbamein eða hafa nýlega lokið meðferð. Hópurinn mun hittast í 9 skipti, annan hvern fimmtudag kl. 16.15. Umsjónaraðilar: Hulda Sædís hjúkrunarfræðingur PhD. og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins og Marta Kristín KAON.

 

*Birt með fyrirvara um breytingar. 

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna í viðburðardagatali félagsins hér.

Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar s: 461-1470 eða á kaon@krabb.is