10.10.2016
Þorbjörg Ingvadóttir og Jóhanna Júlíusdóttir hafa unnið gríðarlega gott starf í þágu félagsins. Félagið þakkar þeim vel unnin störf, það var skemmtilegt kvöld haldið þann 4.október þar sem nýir og eldri starfsmenn og stjórnarmeðlimir komu saman og áttu góða stund. Halldóra Björg Sævarsdóttir er þar með orðin framkvæmdastjóri KAON og Katrín Ösp var ráðin inn sem hjúkrunarfræðingur félagsins. Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari starfar einnig áfram fyrir félagið.
Lesa meira
07.10.2016
Við viljum vekja athygli á nýrri síðu sem við höfum einnig opnað á Facebook - endilega líkið við síðuna þar til að fylgjast með því sem er að gerast hjá félaginu. Sjá linkinn á síðuna með því að lesa nánar.
Lesa meira
11.09.2016
KAON hefur núna sett nýja heimasíðu í loftið - það er ósk okkar að hún nýtist sem best - allar ábendingar eru vel þegnar og vefurinn verður í mótun.
Lesa meira
08.09.2016
Skrifstofa Krabbameinsfélagsins á Akureyri að Glerárgötu 24, 2.hæð (fyrir ofan VÍS) er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá klukkan 13:30-16:00. Símatími er einnig þessa daga í síma 461-1470. Netfangið okkar er kaon@simnet.is og erum við líka á Facebook. Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá félaginu og eru viðtöl við hana eftir samkomulagi. Við hvetjum fólk til að nýta sér það sem í boði er og tökum vel á móti öllum sem líta við hjá okkur á skrifstofunni.
Lesa meira