Fréttir

Leshópur

Leshópur krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hittist þriðjudaginn 24. september kl.10:00 í húsnæði félagsins, Glerárgötu 34.
Lesa meira

Endurskinsmerki til sölu

Nú þegar hausta tekur og skammdegið skellur á minnum við alla á að nota endurskinsmerki, jafnt börn sem fullorðna. Í myrkrinu sjáumst við illa og er því notun endurskinsmerkja mjög nauðsynleg.
Lesa meira

Hádegisfræðsla miðvikudaginn 18.september kl.12-13

Miðvikudaginn 18.september 2019 kl.12:00-13:00 verður hádegisfræðsla í húsnæði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Streymt verður frá fyrirlestri Ráðgjafaþjónstu Krabbameinsfélagsins: Að dreyma sig út úr erfiðleikum. Fræðslan er opin öllum - verið velkomin.
Lesa meira

Mandala á striga

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með námskeið í gerð á Mandölumyndum Þriðjudaginn 24. september og fimmtudaginn 26. september frá kl.13-16.
Lesa meira

Slaufur úr mynt til sölu til styrktar KAON

Hörður Óskarsson vélfræðingur og málmsmíðakennari hannar og býr til slaufur úr íslenskri gamalli mynt sem tekin hefur verið úr umferð, aðallega túköllum, krónum og fimmaurum. Myntin er í flestum tilfellum slegin í Englandi og er aðallega úr álbrons, nikkelmessing eða brons.
Lesa meira

Hvað er í boði hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis haustið 2019

Hér má sjá hvað er í boði hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis haustið 2019. Frekari upplýsingar með dagsetningum koma síðar inn, bæði hér á heimasíðu og facebook síðu félagsins.
Lesa meira

Velkomin á LÝSU Rokkhátíð samtalsins 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis ásamt Krabbameinsfélagi Íslands tekur þátt í LÝSU rokkhátíð samtalsins sem fer fram dagana 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri.
Lesa meira

Lengri opnunartími KAON

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis tilkynnum að frá og með 1. september mun opnunartíminn á skrifstofunni verða lengdur frá því að vera frá kl.13:00-16:00 í 10:00-16:00, mánudaga til fimmtudaga.
Lesa meira

Út í lífið

Námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Markmið námskeiðsins er að bæta lífsgæði í kjölfar krabbameinsgreiningar. Meðal efnis á námskeiðinu eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar, kvíði, depurð, þreyta, svefn, kynheilbrigði og aukaverkanir. Núvitund og slökun í byrjun og lok hvers tíma.
Lesa meira

Heilsuefling hjá KAON haustið 2019

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á fjölbreytta heilsueflingu haustið 2019.
Lesa meira