22.02.2019
"Kastað til bata" er verkefni á vegum Brjóstaheill -Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins, KAON og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum „Casting for recovery“ og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini.
Lesa meira
18.02.2019
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með námskeið í hnýtingum á blómahengi, fimmtudagana 21. og 28. febrúar kl.13-16.
Magga Páls kennir. Allt efni á staðnum.
Lesa meira
14.02.2019
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hélt útgáfuhóf á Kaffi Flóru, mánudaginn 4. febrúar, á Alþjóðlegum degi gegn krabbameinum. Haldið var upp á að búið er að endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd.
Lesa meira
06.02.2019
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars kl. 16.00. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
Lesa meira
04.02.2019
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum.
Lesa meira
01.02.2019
Í vikunni urðu stór tímamót þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að fyrsta íslenska krabbameinsáætlunin, sem gildir til ársins 2030, hefði verið samþykkt.
Lesa meira
18.01.2019
Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira
03.01.2019
Í desember ár hvert fá konur sem verða 23 ára á komandi ári kynningarbréf frá Leitarstöðinni þar sem kynnt er fyrir þeim að skipuleg skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23 ára aldur. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23 ára til 65 ára regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti.
Á sama tíma eru einnig send kynningarbréf til allra kvenna sem verða 40 ára á komandi ári og þeim kynnt fyrirkomulag skipulegrar skimunar fyrir brjóstakrabbameini sem hefst við 40 ára aldur. Konum á Íslandi býðst regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti til 69 ára aldurs.
Lesa meira