03.05.2019
Það er sárt að kveðja kæra vinkonu og öfluga stjórnarkonu félagsins, Ólöfu Elfu Leifsdóttur. Ólöf Elfa gekk til liðs við félagið fljótlega eftir að hún veiktist af krabbameini. Sat hún í stjórn til hinsta dags og lét gríðarlega margt gott af sér leiða. Ólöf átti dýrmæta reynslu í farteskinu sem iðjuþjálfi og varð strax öflugur talsmaður í réttindabaráttu þeirra sem glíma við alvarleg veikindi.
Lesa meira
30.04.2019
Það var margt um manninn á málþinginu „Börn og unglingar sem aðstandendur krabbameinsgreindra“, sem fram fór í sal Lionsklúbbsins Hængs í Skiptagötu 14 á Akureyri, miðvikudaginn 24.apríl.
Lesa meira
30.04.2019
Það er lokað hjá KAON miðvikudaginn 1.maí
verkalýðsdaginn.
Njótið dagsins!
Lesa meira
29.04.2019
Styrktartónleikar til minningar um Erlu Stefánsdóttur
Fimmtudagskvöldið 4. apríl voru haldnir tónleikar á Græna hattinum þar sem Erlu Stefánsdóttur var minnst. Söngkonan Erla Stefánsdóttir frá Akureyri er án efa þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin, sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á ferli sínum og skemmti víða um land með ýmsum hljómsveitum.
Lesa meira
24.04.2019
Við minnum á að það er lokað fimmtudaginn 25.apríl, sumardaginn fyrsta. Sumarkveðjur frá starfsmönnum.
Lesa meira
15.04.2019
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með byrjendanámskeið í vatnslitamálun fimmtudagana 2. og 9. maí, kl.13-16.
Rósa Matthíasdóttir kennir.
Allt efni á staðnum og þátttökugjald er 3.000 krónur.
Skráning á dora@krabb.is eða í síma 461-1470
Lesa meira
12.04.2019
Börn og unglingar sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra.
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 - kl.12.15-16.30.
Staðsetning: Lionssalurinn, Skipagötu 14, 4.hæð, Akureyri.
Lesa meira
08.04.2019
Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis verður haldinn þriðjudaginn 23.apríl kl.20:00.
Dagskrá - venjuleg aðalfundastörf.
Lesa meira
21.03.2019
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með námskeið í gerð á Mandölumyndum fimmtudagana 4. og 11. apríl kl.13-16.
Lesa meira