Fréttir

Dagskrá Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis haustið 2018

Lesa meira

Lýsa - Rokkhátíð samtalsins í Hofi

LÝSA - rokkhátíð samtalsins er lífleg tveggja daga hátíð. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin dagana 7.-8. september. Upplýsingar, samtal og gagnkvæm virðing eru undirstöðurnar í lýðræðisríki og er eitt af markmiðum hátíðarinnar að hvetja til uppbyggjandi samtals, þar fá félagasamtök tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri, upplýsa almenning og ráðamenn um sín baráttumál og leita eftir stuðningi. Með því að hlusta og ræða saman í eigin persónu aukum við traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins. Framkvæmdaaðili er Almannaheill - samtök þriðja geirans og Menningarfélag Akureyrar með stuðningi frá Velferðarráðuneytinu.
Lesa meira

Endurskinsmerki

Nú þegar hausta tekur og skammdegið skellur á minnum við alla á að nota endurskinsmerki, jafnt börn sem fullorðna. Í myrkrinu sjáumst við illa og er því notun endurskinsmerkja mjög nauðsinleg.
Lesa meira

Munum að njóta stundarinnar!

Munum að njóta stundarinnar! Perluarmböndin “lífið er núna” fást nú hjá okkur í Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Öll armböndin eru búin til af kröftugum sjálfboðaliðum og allur ágóði af armböndunum rennur beint til starfsemi Krafts.
Lesa meira

Þakkir til ykkar kæru hlauparar!!

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram 18 ágúst siðast liðinn. Það voru 14 einstaklingar sem hlupu fyrir okkur, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Fyrir það erum við virkilega þakklát....
Lesa meira

Brúðhjón gáfu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis gjöf

Við þökkum stuðninginn! Í gær komu hjón, ásamt barni sínu og fengu sér kaffi með okkur. Hjónin, sem nýlega gengu í hjónaband, höfðu óskað eftir að fá pening í brúðkaupsgjöf eða vörur af vefverslun krabbameinsfélagsins....
Lesa meira

Opnum aftur í dag eftir sumarfrí.

Opið frá mánudegi til fimmtudags frá kl 13:00-16:00
Lesa meira

Lions Klúbbur Akureyrar - styrkur

Lions Klúbbur Akureyrar - styrkur Þann 23. maí síðastliðinn fékk Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 250.000 þúsund krónur frá Lions klúbbi Akureyrar.
Lesa meira

Fræðsla fyrir aðstandendur

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á fræðslu fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra. Fræðslan fer fram miðvikudagskvöldið 23.maí, kl.19:00 í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 24. Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir verða á staðnum. Boðið verður upp á léttar veitingar, hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira

Gong slökun með Arnbjörgu – síðasti tíminn í vor

Gong slökun með Arnbjörgu hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Mánudaginn 14.maí, kl.11:30-12:30 í húsnæði KAON, Glerárgötu 24. Síðasti tíminn í vor. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira