Fréttir

Fjarnámskeið: Markmiða­setning og jákvæð sálfræði

Fjarnámskeiðið er miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl. 13:00-15.00. Námskeiðið fer fram á Zoom og er ekki gert ráð fyrir að þátttakendur komi hús til okkar.
Lesa meira

Yoga nidra slökunar námskeið

Nýtt Yoga nidra námskeið hefst hjá okkur 26. janúar. Frítt, námskeiðið er kostað af minningarstjóði Baldvins Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470
Lesa meira

Jólaopnun 2021

Gleðilega hátíð og við þökkum ykkur fyrir árið sem er að líða! Utan opnunartíma okkar er hægt að hafa samband við krabbameinsfélag Íslands í síma 800-4040. Ef erindið er ekki brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á kaon@krabb.is og við höfum samband við fyrsta tækifæri. Hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.
Lesa meira

Námskeið fyrir konur sem eru í krabbameinsmeðferð eða þær sem hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.

Námskeið fyrir konur sem eru í krabbameinsmeðferð eða þær sem hafa nýlokið krabbameinsmeðferð. Námskeiðið verður 4 skipti, miðvikudagana 9, 16, 23. feb og 2. Mars. Klukkan 13:30 – 15:00. Þetta verður lokaður hópur, hámark 10 manns. Ekkert þáttökugjald. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á kaon@krabb.is eða hringja í síma 461-1470.
Lesa meira

Fyrirlestur - Dóróthea Jónsdóttir

Mánudaginn 13.desember kl 20 býður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis upp á fyrirlestur. Dóróthea Jónsdóttir verður með erindið og tala um síðbúnar afleiðingar krabbameinslyfjameðferðar.
Lesa meira

Fyrirlestur og viðtöl - Áslaug kynfræðingur

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur kemur til okkar. Hún verður með fyrirlestur 25. nóvember kl. 16:30. Ýmis atriði geta komið upp í tengslum við kynlíf hjá fólki sem greinst hefur með krabbamein og erindið verður í tengslum við það. Hún mun líka bjóða upp á para- og kynlífsráðgjöf fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein, pör sem og einstaklingar geta nýtt sér þau viðtöl.
Lesa meira

Yoga nidra slökunar námskeið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður félagsmönnum og aðstandendum þeirra upp á fjögurra tíma Yoga nidra slökunar námskeið. Fyrirkomulag: Einu sinni í viku, á miðvikudögum, hefst 17 nóvember og lýkur 8. desember. Fjögur skipti í heildina. Frá kl. 18:30-19:30. Verð: frítt, námskeiðið er kostað af Minningarsjóði Baldvins. Það þarf að skrá sig, takmarkað pláss í boði.
Lesa meira

Námskeið fyrir karla í krabbameinsmeðferð eða þá sem hafa nýlokið krabbameinsmeðferð

Við ætlum að bjóða upp á námskeið fyrir karla í krabbameinsmeðferð eða þá sem hafa nýlokið krabbameinsmeðferð. Námskeiðið verður 4 skipti, miðvikudagana 17. Nóv, 24. Nóv, 1. Des og 8. Des. Klukkan 13:30 – 15:00. Þetta verður lokaður hópur, hámark 10 manns. Ekkert þáttökugjald. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á kaon@krabb.is eða hringja í síma 461-1470.
Lesa meira

Hádegisfyrirlestur 27.október

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 27. október kl. 12:00. Dóróthea Jónsdóttir tölvunarfræðingur verður með erindið „Síðbúnar afleiðingar krabbameinslyfjameðferðar“ Fyrirlestrinum verður streymt, svo hægt verður að horfa að heiman ef fólk vill það frekar.
Lesa meira

Eirbergs kynning og bleikt kaffiboð

Fimmtudaginn, 21. október, verður Eirberg hjá okkur með fræðslu og vörukynningu. Hægt verður að skoða vörur frá þeim, fá ráðgjöf og máta. Það verður opið hús milli 13 og 15:30, en fræðsla frá Eirberg verður klukkan 13:30. Boðið verður upp á bleikt bakkelsi og kaffi í tilefni bleiks októbers.
Lesa meira